Myndlist: Verk Gísla Sigurðssonar myndlistamanns

Gísli Sigurðsson er frá Úthlíð í Biskupstungum fæddur 1930 og því af elstu kynslóð myndlistamanna

Hann hefur stundað myndlist í 48 ár ásamt blaðamennsku en hann var um þrjátíu og þriggja ára skeið umsjónarmaður Lesbókar Morgunblaðsins. Siðan 1967 hefur hann haldið 12 einkasýningar flestar þeirra fremur stórar, þ.á.m. þrívegis á Kjarvalsstöðum auk þess hefur hann sýnt í Bogasal Þjóðminjasafnsins, í Norræna húsinu, Listasafni Árnesinga á Selfossi, Gallery Háhóli á Akureyri, Hafnarborg í Hafnarfirði og Gerðasafn í Kópavogi 2001, en til þessa er það  síðasta sýning hans.

Í vaxandi mæli byggir Gísli myndverk sín á náttúru landsins og oftast með olíulitum á léreft en einnig með blandaðri tækni. Myndlist hans er að mestu leiti frásagnarlegs eðlis og stundum með sögulegum og þjóðlegum þáttum og stundum er það allt samofið náttúru landsins. Hann hefur einnig málað portrett bæði fyrir einstaklinga og stofnanir.

Eftirlætismyndefni Gísla er hálendið og svæðið inn til jökla. Benda má á það hér að haustið 2007 gaf hann út listaverkabók undir heitinu "Ljóðmyndalindir". Þar eru ljósmyndir af 50 málverkum sem hann hefur málað á síðasta aldarfjórðungi og einnig eru þar ljóð sem hann orti með hverri mynd.


Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Bara kvitta fyrir innlit hér hjá alnafna mínum.

Gísli Sigurðsson, 14.2.2008 kl. 17:40

2 identicon

Flottar myndir er von á nýrri sýningu?

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Ransu

Velkominn til Bloggheima Gísli.

Ransu, 15.2.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband